Afmæli

Á Heilsuleikskólanum Kór höldum við upp á afmæli nemenda með því að leyfa þeim að föndra kórónu sem þau síðan mála og skreyta. Kennararnir aðstoða þá nemendur að útbúa tölurnar á kórónurnar ef þau vilja aðstoð.

Nemendur velja sér búning á leikskólanum eða koma með búning að heiman.

Á afmælisdaginn fær nemandinn að vera umsjónarmaður sem felur í sér að sjá um veðurfræðinginn, dagatalið, bjóða ávexti og leggja á og bjóða til borðs.

Afmælisbarnið velur sér skrautlegan disk og glas ef þau vilja, einnig er íslenski fáninn hafður á borðinu.

Við syngjum afmælissönginn og höldum danspartý í tilefni dagsins.

Í sameiginlegum söngstundum í lok hvers mánaðar er afmælissöngurinn sunginn fyrir afmælisbörn mánaðarins.

© 2016 - Karellen