news

Blær fyrir 0 til 3ja ára. Gjöf frá foreldrafélagi leikskólans.

22. 02. 2019

Kæra foreldri

Viljum þakka foreldrafélagi leikskólans kærlega fyrir þessa veglegu gjöf.

Heilsuleikskólinn Kór er að undirbúa vinnur með Vináttu forvarnarverkefni Barnaheilla gegn einelti með yngri börnum leikskólans. Deildastjórar á bláagangi hafa farið á námskeið og fengið Vináttu námsefnið í hendur. Koma deildastjórar til með að kynna verkefnið fyrir foreldrum í foreldraviðtölum í mars og apríl.

Erum við þegar farinn að vinna með þetta námsefni fyrir 3ja – 6 ára nemendum. Meistarar erum í þróunnarverfefni tengt Hörðuvallaskóla þar sem elstu nemendur okkar eru að vinna með yngsta árgangnum út í skóla.

Barnaheill – Save the Children á Íslandi standa að og gefa út Vináttu með góðfúslegu leyfi og í samstarfi við Red Barnet – Save the Children og Mary Fonden í Danmörku, sem þróuðu efnið og gáfu fyrst út árið 2007. Efnið nefnist Fri for Mobberi á dönsku og er forvarnaverkefni gegn einelti fyrir leikskóla og yngstu bekki grunnskóla. Barnaheill hafa nú þýtt, staðfært og framleitt það efni sem ætlað er börnum yngri en þriggja ára auk þess sem gefið hefur verið út námsefni fyrir 3ja – 6 ára börn og grunnskólaefni fyrir 6 – 9 ára börn.

Mikilvægt er að hefja forvarnarstarf strax á leikskólastigi með því að vinna með góðan skólabrag, jákvæð samskipti, vinsemd og virðingu fyrir fjölbreytni í nemendahópnum. Við vitum að einelti á sér stað í skólum, sérstaklega meðal barna í 4.-7. bekk. Rót eineltis má þó oft rekja til leikskóla. Það er því mikilvægt að hafa afskipti snemma og hefja forvarnarstarf í leikskólum til að koma í veg fyrir einelti síðar. Vinátta er góð leið til þess.

Taska með fræðsluefni fyrir börn yngri en þriggja ára


Um er að ræða tösku sem inniheldur efni fyrir nemendur og kennsluleiðbeiningar fyrir starfsfólk, auk efnis til að nota með foreldrum og starfsfólki. Hvatt er til samtala og leikja með börnum sem byggja á gildum verkefnisins; umhyggju, virðingu, umburðarlyndi og hugrekki. Gert er ráð fyrir fjölbreyttum vinnubrögðum, svo sem hlustun, umræðu og tjáningu í leik, jafnt úti sem inni. Auk þess er sérstök áhersla lögð á að börnin læri að tjá tilfinningar sínar og líðan.

Í töskunni er bangsinn Blær, veggspjöld sem lýsamismunandi aðstæðum og tilfinningum, nuddsögur, sögubók, vísnabók, kennsla um merkjamál, útikennslubók og tónlist. Tónlistina er að finna á streymisveitunni Spotify undir heitinu Vinátta – Gott er að eiga vin, fyrir börn yngri en þriggja ára. Auk þess fylgja nótur og textar með lögunum og hugmyndir af hreyfileikjum. Hvert og eitt barn fær lítinn bangsa sem er barninu til halds og trausts í skólanum.

Hugrakkir krakkar segja frá

Markmið Vináttu - verkefnisins er:

  • að samfélagið í leikskólanum einkennist af umburðarlyndi og virðingu.
  • að skapa umhverfi þar sem börn sýna hvert öðru umhyggju.
  • að börn læri að bregðast við neikvæðri hegðun og einelti.
  • að virkja einstaklinga og gefa þeim hugrekki til að grípa inn í og verja félaga sína.

Bangsinn Blær

Blær er táknmynd vináttunnar í verkefninu. Blæ fylgja litlir hjálparbangsar sem ætlaðir eru hverju barni sem tekur þátt í Vináttu. Blær og hjálparbangsarnir tákna traust og vináttu og er ætlað að minna börnin á að passa upp á aðra og að vera góður félagi allra.

Markhópar

Vináttuverkefnið er ætlað þremur markhópum og í töskunni er efni fyrir þá:

  • Kennarar: Kennarar eru hvattir til að skapa umhverfi þar sem er hlýja, samkennd, allir eru virtir að verðleikum og allir tilheyra hópnum. Jafnframt að virkja börn í athöfnum sem styrkja tilfinninga – og félagsþroska þeirra.
  • Foreldrar: Foreldrar eru mikilvægir samherjar í að tryggja velferð og vellíðan barnahópsins. Foreldrar eru hvattir til að stuðla að góðum samskiptum í vinahópum og að börn þeirra geti verið góðir félagar allra. Í leikskólanum er veggspjald með ráðum til foreldra um góð samskipti og vináttu.

Börn: Vinátta stuðlar að samræðum barna um samskipti, stuðlar að samkennd og fræðir þau um leiðir til að takast á við erfiðar aðstæður, segja frá og setja sér mörk.

Þeir fullorðnu bera ábyrgð á því að það sé góður skólabragur og þurfa að vera góðar fyrirmyndir í orði og verki. Það er lykilatriði fyrir árangur að við vinnum saman og allir taki þátt til að koma í veg fyrir einelti.

Þú getur lesið meira um Vináttu á https://www.barnaheill.is/is/forvarnir-og-fraedsla/vinatta


Bestu kveðjur

© 2016 - Karellen