news

Fataklefinn og föt nemenda

02. 10. 2020

Að beiðni heilbrigðisráðuneytisins og almannavarna höfuðborgarsvæðisins munum við enn um sinn halda áfram að takmarka aðgang foreldra/forráðamanna um fataklefann og taka á móti börnunum við hurðina. Takmarkanir þessar munu vera í gildi til og með 18. október hið minnsta.

Vegna takmarkanna er mjög mikilvægt að merkja öll föt nemenda vel þar sem foreldrar /forráðamenn hafa ekki aðganga að fataklefanum líkt og áður og starfsfólk tekur saman föt nemenda í lok vikunnar til að senda heim.

Nemendur eru beðnir um að koma með þann fatnað sem þeir mega fara í þegar farið er í útiveru. Annað getur skapað töluverð vandræði.

Við höfum því miður ekki tök á meðan hertar sóttvarnarreglur eru í gildi líkt og nú að skipta um föt nemenda þegar þeir eru sóttir ef skilað er á útisvæðinu seinnipart dags. Viljum við því biðja ykkur um að taka nemendur heim í þeim fötum sem þeir eru í hverju sinni.

© 2016 - Karellen