news

Hreyfivika UMFÍ

18. 05. 2020

Dagana 25.- 28. maí mun Heilsuleikskólinn Kór taka þátt í hreyfiviku UMFÍ. Þá mun starfsfólk fara með börnunum í litlum hópum út í mó og inn í Magnúsarlund. Öll börn skólans taka þátt.

Þar verður farið í leiki, skoðað náttúruna og haft gaman.

Eins munu starfsfólk skólans fara í hreyfibingó sem þau gera jafnvel með börnunum. Þar er fólk hvatt til að gera ýmsar æfingar. Til dæmis armbeygjur, hnébeygjur, halda jafnvægi og ýmislegt fleira.

Viðburð skólans má finna hér Hreyfivika UMFÍ í Heilsuleikskólanum Kór

© 2016 - Karellen