news

Hvað er framundan í nóvember

05. 11. 2020

2. nóvember

Lestrarátak Lubba hefst. Lubbi á afmæli þann 16. nóvember, á degi íslenskrar tungu. Við ætlum því að tileinka Lubba mánuðinn og hefja lestrarátak sem fellst í því að barnið/þið skrifið á Lubbabein í hvert skipti sem lesin er bók fyrir barnið/börnin heima. Beinin eru síðan klippt út og þeim safnað saman hjá Lubba hér í leikskólanum. Hægt er að prenta þau út en þau fylgja með í viðhengi, senda okkur þau í tölvupósti þegar búið er að skrifa á þau eða koma með þau í umslagi í leikskólann. Þetta munum við einnig gera hér í leikskólanum þegar við lesum bók saman. Með þessu erum við Við erum með þessu að safna í stóra afmælisgjöf handa honum Lubba okkar. Nánar er hægt að lesa um Lubba á næstu síðu eða á heimasíðu hans lubbi.is

16. nóvember – Dagur íslenskrar tungu

Afmælisdagur Lubba og honum til heiðurs verður lopapeysudagur þennan dag

19. nóvember – Starfsdagur

Leikskólinn því lokaður þennan dag

27. nóvember

Fjólublár dagur - söngstund

© 2016 - Karellen