news

Jóla hvað?

22. 12. 2020

Í haust gerðu börnin jólakransa í listasmiðjunni og hanga þeir nú uppi á gluggum beggja innganga að framanverðu húsinu. Við hvetjum alla til að kíkja á þá

Foreldrafélagið bauð börnunum uppá leiksýningu í leikskólanum 16. desember. Leikritið hét „Leikhús í tösku“ og fór leikarinn Þórdís Arnljótsdóttir á kostum. Einnig var boðið upp á jólabíó Skoppu og Skrítlu fyrir þau sem það kusu frekar.

Jólaball var haldið í leikskólanum þann 9. desember. Börnin komu í sínu fínasta pússi og höfðu gaman af. Jólasveinn kom í glugga barnanna boði foreldrafélagsins. Þeir sungu og trölluðu börnunum til mikillar skemmtunnar.

Sem fyrr hefur foreldrafélagið verið rausnarlegt við okkur og gáfu leikskólanum nú síðast bílabraut á sitt hvorn ganginn, stóra plúskubba, segulstafróf á hverja deild og andlitsmálningu. Fyrir jólaskemmtunina sá foreldrafélagið börnunum einnig fyrir jólasveinaheimsókn og jólaleikriti. Við þökkum foreldrafélaginu af öllu hjarta fyrir þessar gjafir. Þær munu svo sannarlega koma að góðum notum.

© 2016 - Karellen