news

Ljóslaus dagur

06. 01. 2020

Ljósalausi dagurinn verður haldinn n.k. þriðjudag þann 7. janúar. Þá verða öll ljós slökkt nema neyðarljós og því tilvalið fyrir börnin að mæta með vasaljós, höfuðljós, batterískerti eða það sem til er sem gæti lýst þeim veginn. Ef verður leyfir munum við reyna að fara út og skoða okkur um á skólalóðinni með ljósin okkar en einnig verður stöðvavinna inn á deildum og geta börnin þá farið á milli deilda með ljósin sín og leyst ýmis verkefni.

© 2016 - Karellen