news

Sumarfrí í Kór

06. 07. 2021

Leikskólinn lokar miðvikudaginn 7. júlí kl. 13 og verður pulsupartý í hádeginu. Börn sem að sofa þarf að sækja fyrr.

Leikskólinn opnar aftur fimmtudaginn 5. ágúst kl. 13 og börnin verða að vera búin að borða hádegismat þegar þau mæta.

Nokkur börn sem eru að flytja og meistararnir sem byrja brátt í grunnskóla eru að kveðja okkur, við þökkum þeim kærlega fyrir samveruna og óskum þeim alls hins besta í nýjum skólum.

Einnig eru nokkrir starfsmenn að halda í nám eða til annarra starfa, við þökkum þeim innilega fyrir góða samvinnu og óskum þeim farsældar á nýjum vettvangi.

Vonandi mun veðrið leika við okkur öll í sumarfríinu og að við mætum endurnærð til leiks og starfa í ágúst!

© 2016 - Karellen