news

Þjóðhátíðarfögnuður í Kór

18. 06. 2021

Það var sannkölluð þjóðhátíðarstemning hjá okkur í Kór miðvikudaginn 16. júní. Foreldrafélagið leigði þrjá hoppukastala og fékk hver deild úthlutuðum tíma til að hoppa. Það fannst krökkunum mjög skemmtilegt! Um kl. 10 fórum við svo með fána og tónlist í litla skrúðgöngu um hverfið. Það hefur vafalaust verið ein krúttlegasta skrúðganga landsins! Kl . 15 komu svo foreldrar og við sungum saman í brekkunni "Gulur, rauður, grænn og blár" og "Í leikskóla er gaman". Einnig sungu meistararnir fyrir okkur skemmtilegt lag sem heitir "Fljúgandi furðuverur". Eftir það fengu allir krakkar ís sem var ekki í neinni hættu á að bráðna í nöprum gustinum. Við létum sólarleysið og kuldann þó ekki á okkur fá og skemmtum okkur konunglega yfir trúðnum Wally.

Kærar þakkir til foreldrafélagsins sem greiddi fyrir þessa skemmtun.

Takk kærlega fyrir komuna kæru gestir.


© 2016 - Karellen