news

Skólahald fellur niður föstudaginn 14. febrúar

14. 02. 2020

Kæru foreldrar og forráðamenn

Þar sem veðurstofan hefur gefið út rauða veðurviðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið hefur verið tekin sú ákvörðun að allt reglulegt skólahald fellur niður í leikskólanum á morgun, föstudag. Eingöngu verður sinnt neyðarþjónustu fyrir þá foreldra sem nauðsynlega þurfa á vistun fyrir börnin sín að halda – það er fólk sem sinnir neyðarþjónustu, löggæslu, slökkviliðsstörfum og björgunarsveitaútköllum.

Þeir foreldrar sem þurfa að nýta sér þá þjónustu eru vinsamlegast beðnir um að senda póst á audurarna@skolar.is eða hringja í síma 863 – 3676 og gerðar verða viðeigandi ráðstafanir.

Með fyrirfram þökk

© 2016 - Karellen