news

Vorskóli fyrir verðandi 1. bekkingja

26. 05. 2020

Vorskóli fyrir verðandi 1. bekkinga

Vorskólinn verður með öðruvísi sniði heldur en undanfarin ár.

Nemendur í 1. árgangi Hörðuvallaskóla, skólaárið 2020 – 2021 eru hér með boðaðir í skólann dagana 2. til 5. júní. Hópnum verður tvískipt. Hópur A mætir fimmtudaginn 4. júní og föstudaginn 5. júní. Hópur B mætir þriðjudaginn 2. júní og miðvikudaginn 3. júní. Börnin mæta kl:14:00 og eru klukkustund í skólanum. Eftir þetta eða kl 15 þá ná foreldrar í börnin í Hörðuvallaskóla.

Nemendur koma og hitta væntanlega umsjónarkennara sína sem fylgja þeim inn í kennslustofu. Tekið verður á móti börnum í aðalanddyri skólans. Börnum af leikskólanum Kór, Baugi, Austurkór, Aðalþingi og Rjúpnahæð verður fylgt af leikskólanum en foreldrar barna annarstaðar að eru beðnir að koma með sín börn.

Foreldrar fá fljótlega senda kynningu á talglærum þar sem;

Ø Stefna og sérkenni skólans eru kynntar.

o Frístund skólans er kynnt og hvaða þjónustu væntanlegum nemendum stendur til boða.

o Farið er yfir mikilvæg atriði er varða þjónustu og starfið í skólanum, dagskipulag, mötuneyti og fleira.

o Kynning á teymiskennslu

o Kynning á Byrjendalæsi

o Kynning á Blæ – vináttu verkefni Barnaheilla sem samvinnuverkefni leik og grunnskóla undir nafninu Blær brúar bilið.

Foreldrar verða síðan boðaðir til fundar í skólabyrjun þar sem nánari kynning fer fram á starfi skólans.

© 2016 - Karellen