news

Ýmsar upplýsingar fyrir nóv.

05. 11. 2020

Þar sem því fylgir aukið álag að sækja ýmsa hluti fyrir hvert barn þurfum við að biðja ykkur að aðstoða okkur með eftirfarandi hluti:

  • Taka börnin heim í þeim fötum sem þau eru í hverju sinni þegar skilað er á útisvæðinu seinnipart dags.
  • Það er mjög gaman að sjá þegar börnin koma á hjóli í leikskólann en því miður getum við ekki eins og staðan er núna orðið við þeirri bón að geyma hjól barnanna í leikskólanum þegar skilað er úti.
  • Snuð og bangsar þurfa að fá að hvíla sig í leikskólanum á virkum dögum og sængur og koddar/koddaver koma heim annan hvern föstudag.
  • Börnin eru beðnir um að koma með þann fatnað sem þeir mega fara í þegar farið er í útiveru. Annað getur skapað töluverð vandræði.

Við höfum heyrt af því að vettlingar og annar fatnaður hafi vantað í leikskólatöskur barnanna þegar sótt er á föstudögum. Við viljum biðjast afsökunar á því en við erum öll að reyna okkar besta að passa upp á að allt skili sér heim. Í því ljósi er mjög mikilvægt að merkja öll föt nemenda vel.

Það er mikilvægt að foreldrar virði vistunartíma barnanna þar sem starfsmannahald er ákveðið út frá því. Þess vegna er mikilvægt að börn sem eiga vistun kl. 8:00 að morgni mæti ekki fyrir þann tíma.

© 2016 - Karellen