news

Afmæli skólans og íþróttadagur

04. 06. 2019

Afmæli skólans og íþróttadagur

Leikskólinn varð 13 ára 1 júní í ár. Það er hefð hjá okkur að vera með íþróttadag þegar gott er veður í afmælisvikunni.

Á morgun 5. júní ætlum við að halda upp á daginn með því að byrja á að hlaupa hring inn í garðinum. Hlaupið hefst kl: 10:00 og allt starfsfólk tekur þátt. Boðið verður upp á íþróttadrykk eða vatn með ávöxtum.

Eftir íþróttadrykkinn verðum við með nokkrar stöðvar í boði:

1. Leikjasvæði. Efni: Fallhlíf og léttur bolti. Farið í hóp leiki: Stórfiskaleikur, Köttur og mús, Hlaupa í skarðið og Fallhlífin.

2. Boltasvæði. Boltaþrautir: Efni: Ýmsir boltar og spjöld límd á skúrinn.

Kasta bolta í körfu sem við búum til með okkur sjálfum, kasta í spjald á skúrnum, kasta í gegnum gat, leika frjálst með bolta, kasta á milli.

3. Bak garður við hliðina á rólunum. Boltasvæði. Efni: Ýmsir boltar

Boltaæfingar, kasta á milli, leika frjálst með bolta.

4. Fótbolti. Efni: festa mörkin og fótbolti. Vera með mörkin.

5. Þrautabraut: Jafnvægi, hlaupa á milli súlna, klifra undir /yfir, hoppa yfir hindrun, tippla á steinum, langstökk í sandkassann og fleira.

6. Sippa, kríta og sápukúlur á bak við hús hjá gluggum við Friðarlund.
Efni: Sippubönd, sápukúlur og krítar.

7. Ævintýralaut. Efni: Teppi. Sagðar sögur frá eigin brjósti og/eða endursagðar sögur. Steinar við dótaskúr.

Að lokum er boðið upp á PIZZU í hádeginu.

© 2016 - Karellen