news

Bangsa- og náttfatadagur á morgun 27.október

26. 10. 2021

Miðvikudaginn 27. október er alþjóðlegi bangsadagurinn. Dagurinn er haldinn á þessum degi því hann er afmælisdagur fyrrverandi bandaríkjaforseta Theodore (Teddy) Roosevelt. Af þessu tilefni mega börnin koma í náttfötum og með bangsa í leikskólann þennan dag.

Roosevelt var mikill skotveiðimaður og sagan segir að eitt sinn þegar hann var á bjarnarveiðum hafi hann vorkennt litlum, varnarlausum bjarnarhúni og sleppt honum lausum. Washington Post birti skopmynd af þessu atviki sem vakti mikla athygli.

Búðareigandi einn í Brooklyn, New York varð svo hrifinn af þessari sögu að hann bjó til leikfangabangsa sem hann seldi sem "Bangsann hans Teddy" (Teddy's bear). Það má segja að þetta hafi verið upphaf af sigurgöngu leikfangabangsans sem er orðinn vinsæll félagi barna (og fullorðinna) um allan heim.

© 2016 - Karellen