news

Skólar taka þátt í áframhaldandi Erasmus plús verkefninu Bio-Trio 2

12. 07. 2022

Skólar ehf. eru þátttakendur í Erasmus+ verkefni sem nefnist Bio-Trio 2 og er þetta framhaldsverkefni í samstarfi við stofnanir í Ungverjalandi, Slóvakíu og Hreyfiland á Íslandi. Útkoma af fyrsta verkefninu var smábók fyrir foreldra um þroskaferil barna og snemmtæka íhlutun. Þrír kennarar/stjórnendur frá Skólum taka þátt að þessu sinni og eru þeir frá Heilsuleikskólunum Kór, Króki í Grindavík og Skógarás í Reykjanesbæ. Alls eru um 15 þátttakendur frá þessum þremur löndum.

Markmið þessa verkefnis er að læra aðferðir til að styrkja samskipti á milli foreldra, barna og fagfólks og þar kemur nafnið Bio-Trio. Þátttakendur læra hvernig á að vera með vinnustofur til að fræða foreldra og annað fagfólk sem vinnur með börnum og margt fleira.

Nú þegar hafa verið farnar tvær ferðir erlendis þar sem hver námskeiðslota stendur yfir í 5-6 daga. Fyrri ferðin fór fram í október 2021 og var í Györ og Búdapest í Ungverjalandi. Þar voru þáttakendur að kynnast hvert öðru, lærðu mismunandi samskiptamáta t.d. hvernig er hægt að ná til barna með vel þjálfuðum hundum og hvað einkennir góðan þjálfara/fyrirlesara. Þátttakendur lærðu marga skemmtilega leiki sem leggja áherslu á samvinnu og einnig í gegnum myndlist.

Seinni ferðin var í apríl sl. og þá hittust þátttakendur í Bratislava í Slóvakíu og svo var farið að Balaton vatninu í Ungverjalandi. Áfram var verið að læra að halda vinnustofur, þátttakendur skoðuðu eigin samskiptamáta og muninn á vaxandi eða föstu hugarfari (growth/fixed mindset). Í lokin var rætt um hvernig eigi að miðla verkefninu, bæði á meðan á því stendur og í lokin. Nú þegar er komið Bio-Trio lógó og heimasíða mun fara í loftið fljótlega.

Allir þátttakendur er sammála um að þetta verkefni er skemmtilegt, krefjandi og gaman að læra af hvert öðru faglega en ekki síst að kynnast nýju fólki og menningu ólíkra landa. Það verður gaman fyrir íslensku þátttakendur að taka á móti hópnum á Íslandi í október n.k.

© 2016 - Karellen