Vegna Covid-19 mun aðlögun fara svona fram

Ekki verður hefðbundin aðlögun en tekið verður mið af hverju barni fyrir sig, endilega verið í sambandi við deildarstjóra deild barnsins

-------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Þátttökuaðlögun og foreldrasamstarf

•Það skiptir máli að hlúa vel að samstarfi milli foreldra og leikskólans þar sem foreldra bera höfuðábyrgð á barninu.

•Einnig kemur fram í lögum um leikskóla (90/2008) að leikskólinn annast að ósk foreldra umönnun og menntun barnanna.

•Að leikskólinn gera foreldrum það ljóst að með því að hefja leikskólagöngu er barnið orðið hluti af stærra samfélagi og því verðum við að huga að heildinni ásamt einstaklingum.

•Með það að leiðarljósi og hagsmuni barnsins í fyrirrúmi leggjum við áherslu á að virða óskir foreldra svo framalega sem þær eru barninu og leikskólasamfélaginu fyrir bestu.

Hlutverk foreldra í þátttökuaðlögun

•Foreldrarnir eru inni á deild með börnum allan tímann í þrjá daga.

•Foreldrar sinna eigin börnum, skipta á þeim, gefa þeim að borða, eru með þeim í hvíld, taka þátt í verkefnum leikskólans með þeim og eru til staðar.

•Starfsfólkið tekur að sjálfsögðu líka þátt, skipuleggur daginn og er í miklum samskiptum við foreldra og börnin.

•Á degi fjögur: Ef aðlögun hefur gengið vel og barnið er tilbúið þá kveðja þau foreldrana sína og eru svo fram yfir síðdegishressingu.

•Einstaka barn hefur foreldra sína með sér í fjóra daga.

•Foreldrar og tengiliður meta hvernig hefur gengið og ákveða framhaldið.

Upplýsingaflæði

•Inn á lundunum eru eyðiblöð þar sem kennarar fylla út:

•Hvernig barnið borðaði í hádegismatnum

•Hversu lengi það svaf.

•Hvað var unnið í hópastarfi.

•Heimasíða, foreldrar fá aðgangsorð.

Tengiliður

•Einn kennari verður tengiliður þriggja til fjögra barna á aðlögunartímanum og fyrst á eftir. Góður aðlögunartími er ekki einungis aðlögun fyrir barnið, þetta er einnig tími fyrir foreldra og kennara að kynnast.

•Börnin kynnast húsakynnum, umhverfi og starfi leikskólans með foreldrum sínum. Með þessu teljum við að barnið öðlist fljótt öryggi í leikskólanum.


Aðlögun á Heilsuleikskólanum Kór

Samtal deildarstjóra án barns.

Nafn barns_______________________Dagur _________________________

Deildarstjóri______________________Tengiliður______________________

Dagur 1

•Frá kl: 9:00 - kl:11:00.

•Tengiliður tekur á móti ykkur og kynnir starfsfólk deildarinnar og væntanlega samnemendur. Deildin og skólinn er skoðaður sem og útisvæði.

•Foreldrar taka þátt í starfsemi deildarinnar, borða hádegismat og fara síðan heim.

Dagur 2

•Frá kl: 8:30 – fram yfir hvíld.

•Foreldrar eru með barninu allan tímann. Foreldrar taka þátt í starfsemi deildarinnar, borðar hádegismat, fer í hvíld með barninu og þau fara síðan heim þegar barnið vaknar.

Dagur 3

•Frá kl. 8:30 – fram yfir nónhressingu.

•Foreldrar taka þátt í starfsemi deildarinnar, borðar hádegismat, fer í hvíld með barninu, fá sér nónhressingu og fara síðan heim.

Dagur 4

•Frá kl. 8:30 – 15:00 fram yfir nónhressingu ef allt hefur gengið að óskum.

•Foreldrar fara eftir morgunmat (ef aðlögun hefur gengið vel og barnið er tilbúið) og sækja eftir nónhressingu (Foreldrar eru á bakvakt).

•Foreldrar og tengiliður meta hvernig hefur gengið og ákveða framhaldið.

•Foreldrar eru beðnir að sækja barnið snemma fyrstu vikuna til þess að koma í veg fyrir að barnið verði óöruggt.

Verið hjartanlega velkomin í Heilsuleikskólann Kór, við hlökkum til að sjá ykkur.


© 2016 - Karellen