Fataklefi

Okkur langar að hafa fataklefann okkar fínan og erum við að virkja börnin í að ganga frá eftir sig, raða skótaui og hengja upp úlpur o.þ.h. Þegar þið komið með börnin á mánudögum þá setjið þið útifötin í hólfin og á snagana. Vinsamlegast takið með ykkur töskur og poka heim, það er ekki pláss fyrir það í leikskólanum.
Merkja öll föt.

Við erum með umgengisvenjur í fataklefa sem við biðjum foreldra/forráðamenn að virða. Sjá skjal í fataklefa.

Útiföt sem þurfa alltaf að vera með:

 • Pollagalli, pollavettlingar
 • Flíspeysa/ullarpeysa og flísbuxur/ullarbuxur. Lopapeysur eru mjög hlýjar undir regngalla.
 • Stígvél, skó. Góða skó sem haldast vel á fæti. Vinsamlegast merkið vel skó barnanna.
 • Ullarsokkar (mælum með lopasokkum þegar börnin eru að fara í stígvél).
 • Húfa/lambhúshetta
 • Hlýir vettlingar

Yfir sumarið að vera einnig með með:

 • Buff.
 • Vettlinga / Fingravettlinga.
 • Léttan jakka.
 • Vindbuxur.

Strigaskó sem þægilegt er að klæða sig í (Strigaskó með frönskum rennilás svo börnin geti orðið sem mest sjálfbjarga).

Aukaföt í kassa

 • 2 sokkapör.
 • 2 sokkabuxur eða gammósíur.
 • 2 buxur.
 • 2 nærfatnaður/ samfellur.
 • 2 peysur.
 • Fjölnota poka fyrir blautan fatnað.

Þessi fatnaður er geymdur í kössum, annaðhvort í hólfum barnanna eða inni á lundum. Við viljum minna á að mikilvægt er að kíkja reglulega í fatakassana til að athuga hvað vantar. Gott er að geyma aukafötin í plast netpoka eða lokuðum pokum

Það sem þarf að hafa með þegar barn byrjar ungt :

 • Bleyjur ( ef þau eru að hætta með bleyju hafa þá nóg af nærfötum og sokkabuxum).
 • Blautþurrkur.
 • Merkt snuð.

Dót og aðrir fylgihlutir

Það er ekki í boði að koma með dót að heiman í leikskólann.

Ástæðan er ekki sú að við viljum gera börnunum lífið leitt heldur valda leikföng að heiman undantekningarlaust ágreiningi á meðal barnanna, í leikskólanum erum við að læra að deila dóti og skilja að allir eiga dótið saman. Þannig getur dót að heiman valdið togstreitu.

Það er mjög mikilvægt að allir fylgi þessari reglu því það getur verið erfitt fyrir börnin að skilja af hverju sumir mega en aðrir ekki.

Bangsar, bækur og geisladiskar er hinsvegar velkomið að koma með í leikskólann en munið bara að merkja allt vel. Einnig hvetjum við ykkur að koma með brúsa merkt barninu sem hægt er að geyma í leikskólanum.

Þurrkskápur

Blaut og óhrein föt fara ekki í þurrkskápana! Einungis húfur og vettlingar. Óhrein eða blaut föt setjum við í taupoka barnanna eða snúum regngöllum við og setjum óhrein og blaut föt inn í gallann í hólf barnanna. Eftir útiveru á föstudögum eru blaut föt ekki sett inn í þurrkskápana. Skáparnir eru tæmdir á föstudögum og þrifnir. Foreldrar eiga ekki að kveikja á skápunum.

Merkingar á fatnaði

Þar sem margir eru með eins flísfatnað, stígvél, ullarsokka, vettlinga, pollavettlinga og pollagalla, vetrargalla og buff er alveg nauðsynlegt að merkja allan þennan fatnað mjög vel svo ekki ruglist á milli barna eða fatnaður fari heim með öðrum. Kennarar reyna eftir bestu getu að gæta að fatnaði og skótaui hvers og eins en þegar flíkurnar eru margar og margt um að vera getur alltaf orðið ruglingur sem vonandi er auðvelt að leiðrétta og brosa yfir.Það sem er merkt ruglast síður og kemst frekar til skila.

Að börn noti fatnað af eldra systkini og/eða af einhverjum öðrum er sannarlega gott. Það er hins vegar verra þegar fatnaðurinn er merktur fyrri eiganda (sérlega öðrum en systkini). Það gerir okkur mjög erfitt að finna út úr hver á viðkomandi flík. Þess vegna viljum við beina þeim tilmælum til foreldra / aðstandenda að fatnaðurinn sé merktur núverandi eiganda.

Listasmiðja og hreyfing

Börnin fara í listasmiðju og hreyfisalinn með fagstjóra einu sinni í viku. Börnunum er skipt niður í hópa og á dagskipulaginu má sjá hvenær hver hópur fer.

Sérkennslan

Við erum með mjög færan sérkennslustjóra, hana Auði sem vinnur mjög náið með okkur á deildinni og um að gera að leita til hennar ef einhverjar spurningar eða áhyggjur vakna.

Afmælisdagar

Við höldum afmælisdaga barnanna hátíðlega en afmælisbarnið fær að vera stjarna dagsins á afmælisdeginum og algjör miðdepill í starfinu. Við flöggum fánanum okkar, barnið býr til kórónu, velur sér búning í leikskólanum eða kemur með búning að heiman (fylgihlutir eru ekki velkomnir), velur sér glas og disk í hádeginu og svo er sunginn afmælissöngurinn.

Foreldraviðtöl

Skipulögð foreldraviðtöl eru haldin einu sinni á ári en foreldrar geta pantað viðtalstíma við deildarstjóra hvenær sem er. Eins er ykkur velkomið að hringja á deildina, senda tölvupóst eða koma og spjalla við okkur. Við boðum ykkur í viðtal ef þörf er á.

Bílastæði

Að lokum viljum við minna ykkur á bílastæðin fyrir framan leikskólann, það hefur töluvert borið á því að foreldrar séu að leggja fyrir aðkomu atvinnubíla að leikskólanum s.s ruslabíll, mjólkurbíll og fl. Þetta er ekki að vekja upp neinar sérstakar vinsældir hérna innanhús þar sem þetta er einnig neyðarinngangur fyrir sjúkra og slökkviliðsbíla. Þarna hafa auk þess orðið töluvert um árekstra svo við hvetjum ykkur til að nota bílastæðin.

Annars hlökkum við bara til vetrarins með ykkur og börnunum ykkar og vonum að samstarfið eigi eftir að verða ánægjulegt.

© 2016 - Karellen