BHRG-stofnunin hefur frá árinu 1993 unnið með börnum á aldrinum 3 mánaða til 14 ára með þroskafrávik, námserfiðleika, hegðunarvanda eða skaða eftir slys og/eða sjúkdóma, metið þarfir

þeirra og veitt viðeigandi meðferð.

BHRG-stofnunin er miðstöð rannsókna á þessu sviði á heimsvísu. Forsprakki hennar, Dr. Katalin Lakatos, er víðfræg fyrir rannsóknir sínar á tengslum hreyfiþroska og taugakerfisvanda barna og þau meðferðarúrræði sem hún og sérfræðiteymi hennar hafa þróað.

Algengt er að greining þroskafrávika og hegðunarvanda fari ekki fram fyrr en eftir að börn lenda í erfiðleikum í skóla, en í reynd koma ýmis einkenni þessara vandamála fram mjög snemma á lífsleiðinni og hægt að greina þau flest mikið fyrr með prófun á þroska og taugaviðbrögðum. Árangur meðferða má hámarka með því að grípa inn í sem fyrst á lífsleiðinni og hjálpa börnum að verða besta útgáfan af sjálfum sér.

Matskerfi BHRG eru tvenns konar:
– LongiKid – fyrir börn 3ja mánaða til 12 ára. Mat á hreyfiþroska og taugaviðbrögðum, málþroska og skilningi

– SMT – fyrir börn 5-14 ára. Mat á hreyfiþroska, taugaviðbrögðum.

Matið fer fram með ítarlegu prófi og niðurstöðurnar greindar til að meta taugaþroska barnsins sem gefur vísbendingu um líkur á námsörðugleikum, hegðunarvanda eða önnur frávik. Prófið tekur
um klukkustund í framkvæmd og er framkvæmt af meðferðaraðila í nærveru foreldris/forráðamanns. Niðurstöður prófsins fást að lokinni greiningu meðferðaraðila.

Bendi niðurstöður matsins til þess að þörf sé á inngripi, stendur börnunum til boða meðferð hjá BHRG-meðferðaraðila í samvinnu við forráðamenn, sem fá leiðbeiningar um æfingar til að stunda heima fyrir. Í þessum leiksskóla höfum við fengið Krisztina Agueda, framkvæmdastjóri Hreyfilands til þess að aðstoða okkur því hún er eini aðillinn með full réttindi til þess að gefa út plan. Þjálfunin er einstaklingsmiðuð og byggir, líkt og prófin, á áralöngum rannsóknum og þróunarvinnu.

Bergrún íþróttafræðingur og fagstjóri í hreyfingu í Heilsuleikskólanum Kór er í Erassmus + verkefni að læra þessi hreyfiþroskapróf. Hún er komin með réttindi fyrir SMT prófið.


BHRG stofnun

© 2016 - Karellen