news

Fréttir í okt.

02. 10. 2020

Kæru foreldrar

Skólaárið 2020 – 2021 er nú hafið og gengið hefur vel að ráða starfsfólk þó svo við séum enn ekki alveg orðin fullmönnuð. Breytingar hafa orðið á stjórnun leikskólans eins og fram kom í tölvupósti sem ég sendi í síðustu viku en það verður önnur breyting á stjórnendateyminu um áramótin. Ragnheiður Anna sem á síðasta skólaári fór í ársleyfi kom tímabundið aftur til starfa til að hjálpa okkur að koma skólaárinu af stað en mun halda til annarra starfa um áramótin. Mun staða hennar verða auglýst á næstu dögum.

Kórónaveiran er að hafa töluverð áhrif á starfsemi leikskólans eins og þið hafið ekki farið varhluta af og eru allir að reyna að gera sitt besta í breyttum aðstæðum. Vegna sóttvarnaráðstafanna sem grípa hefur þurft til þurfum við nú að manna fataklefann sem ekki þurfti áður þegar komið er með eða nemendur sóttir og er það starfshlutfall sótt inn á deildar. Einnig er starfsfólk alla jafna oftar frá og í lengri tíma en áður vegna veikinda þar sem öllum þeim sem mögulega sýna einkenni er ráðlagt að vera heima þar til staðfest hefur verið að ekki sé um að ræða Covid-19 smit.Starfsfólk sem fara þurfa í sóttkví vegna mögulegrar snertingar við smitaðan einstakling geta verið frá vinnu í allt að 14 daga.

Það er gríðarlega mikilvægt í okkar starfi að tryggja öryggi nemenda. Ef ekki næst að manna leikskólann vegna manneklu sem skapast getur við þessar aðstæður gæti þurft að grípa til þeirra aðgerða að senda nemendur ákveðinna deilda heim. Við vonumst þó til að svo verði ekki en það er mikilvægt fyrir ykkur að vera undir það búin.

Við skiljum einnig vel að allar þessar ráðstafanir sem grípa hefur þurft til getur verið mjög íþyngjandi fyrir ykkur foreldra/forráðamenn. Það að geta ekki komið inn og séð barnið ykkar í leik og starfi eða átt í samræðum við starfsfólk getur reynt mikið á. Við erum í lausnaleit að finna nýjar nálganir vegna þeirra takmarkanna sem okkur eru settar hvernig hægt er að brúa betur bilið milli heimilis og skóla í þessum aðstæðum sem varið geta í allan vetur. Ég hef fulla trú á að við getum unnið þetta saman og átt gott skólaár þrátt fyrir takmarkanir.

Bestu kveðjur
Auður Arna Antonsdóttir, leikskólastjóri

© 2016 - Karellen