news

Heilsuleikskólinn Kór 17 ára

01. 06. 2023

Heilsuleikskólinn Kór er 17 ára í dag og fögnuðum við honum með íþróttadegi líkt og við gerum á hverju ári. Við byrjuðum daginn með afmælissöng á meðan íslenska fánanum var flaggað. Því næst hlupum við hring í garðinum og fengum íþróttavatn að því loknu. Börnin fengu svo að spreyta sig á mismunandi stöðvum um allan garð og lukum við svo deginum með því að dansa öll saman dansinn "Cha Cha Cha" sem við lærðum í Move Week/ alþjóðlegu hreyfivikunni. Það var mikið fjör og gaman hjá bæði börnum og starfsfólki og hægt er að sjá myndband með brot úr deginum inná facebook og instagram síðu leikskólans.© 2016 - Karellen