Heilsuleikskólinn Kór er þjónusturekinn leikskóli í samvinnu við Kópavogsbæ og fara allar innritanir í gegnum Kópavog.

Innritun í leikskóla fer fram í gegnum Þjónustugátt. Innritunarfulltrúi er með símatíma frá kl. 11-12 alla virka daga nema miðvikudaga.
Börn raðast á biðlista eftir aldri en ekki eftir umsóknardegi og er sérstakur biðlisti fyrir hvern leikskóla. Foreldrar merkja við einn leikskóla sem aðalumsókn og allt að tvo til vara. Einnig er hægt að merkja við „hvaða leikskóla sem er“. Börnum er almennt einungis boðin dvöl í þeim leikskólum sem sótt er um, nema foreldri merki við „hvaða leikskóla sem er“.

© 2016 - Karellen