news

Jól í tösku- leikrit í boði foreldrafélagsins

15. 12. 2021

Í gær kom Þórdís Arnljótsdóttir leikkona kom með leikritið sitt "Jól í tösku" og sýndi börnunum. Öll börnin í leikskólanum, alveg frá þeim allra yngstu, voru fyrirmyndaráhorfendur og skemmtu sér konunglega.

Í sýningunni brá Þórdís sér í gervi allra jólasveinanna og líka Grýlu- en enginn var hræddur við þessa hrekkjalóma þó að sumum hefði þótt heldur mikil læti í Hurðaskelli! Foreldrafélagið bauð upp á þetta skemmtilega jólaleikrit- kærar þakkir.

© 2016 - Karellen