news

Rakamál í leikskólanum

02. 10. 2020

Eins og mörg ykkar vita kom upp rakavandamál í leikskólanum í vor og greindist mygla á nokkrum stöðum. Efla verkfræðistofa var fengin að málinu í samstarfi við Kópavogsbæ sem eiga húsnæðið og farið var í framkvæmdir í sumarleyfinu þar sem Efla hafði yfirumsjón með verkinu. Í kjölfarið var gefin út skýrsla sem lesa má hjá leikskólastjóra. Samkvæmt skýrslunni var áætluð eftirfylgni sem fólst í að ný sýni yrðu tekin í kringum mánaðarmótin nóvember – desember. Munum við fylgja þeirri framkvæmd vel eftir og í kjölfarið birta niðurstöður sýnanna þegar þær liggja fyrir.

Vart var við leka í gluggum á tveimur stöðum í miklu rigningarveðri um daginn. Kópavogsbær mun fara í viðgerðir á þeim seinnipart næstu viku um leið og viðrar eða byrjun þarnæstu viku.

© 2016 - Karellen